Þórdís Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi

Félagsráðgjöf

Meðferðarvinna í félagsráðgjöf er samtalið milli þín og mín sem ráðgjafa. Samtalið er mikilvægasta forsenda þess að skilja hvað aðrir upplifa og meina.

Markmiðið er að styðja og aðstoða þig við að öðlast aukið innsæi og skilning á sjálfum þér og stöðu þinni. Að þú getir brugðist við á markvissan hátt og öðlast aukin lífsgæði. Tilgangurinn er að auka gæði samskipta þinna við aðra, hvort sem um ræðir fjölskyldumeðlimi eða aðra. Um er að ræða forvörn til að draga úr óskilvirkum samskiptum og auka gæði skilvirkra samskipta.

Ég hef áhuga á hvernig þér líður, hvað þú hugsar og áhrif þess á þig. Með því móti öðlast þú aukinn skilning á því hver þú ert og því sem er mikilvægt fyrir þig. Með auknum skilningi eykst getan til að horfast í augu við, samþykkja og viðurkenna tilfinningar sínar sem er forsenda breytinga og þroska.

Þú getur nýtt ráðgjöf sem einstaklingur eða saman með öðrum nánum aðila, ættingja, maka eða félaga.

Gengið er út frá upplifun skjólstæðings á viðfangsefninu um leið og skilvirkra upplýsinga er aflað. Meðferðarvinnan byggir á þekkingargrunni um mannlegt sálarlíf, hegðun og tengslamyndun.